
Hljóða Nótt
Ásgeir
Hljóða nótt er allt sem áður var?
Átti fley en man ekki hvar
Flúinn farinn, hvað er sagt og séð?
Satt er vont ef lygi fylgir með
reisir sverð og skjöld
Ljóða nótt er allt sem áður var?
Átti skrín en man ekki hvar
Lurkum laminn heimtar bæn og bón
Brotin loforð gefa daufan tón
bæði heit og köld
Góða nótt er allt sem áður var?
Átti gull en man ekki hvar
Hvar er trúin sem á fætur fer?
Faðir heimsins viltu hjálpa mér
trúum veitast völd
Hljóða nótt er allt sem áður var?
Átti gersemi en ekki þar
Flúinn farinn, hvað er sagt og séð?
Sumt var gott en annað fylgdi með
reisir sverð og skjöld
Sumt var gott en annað fylgdi með
reisir sverð og skjöld



Comentarios
Envía preguntas, explicaciones y curiosidades sobre la letra
Forma parte de esta comunidad
Haz preguntas sobre idiomas, interactúa con más fans de Ásgeir y explora más allá de las letras.
Conoce a Letras AcademyRevisa nuestra guía de uso para hacer comentarios.
¿Enviar a la central de preguntas?
Tus preguntas podrán ser contestadas por profesores y alumnos de la plataforma.
Comprende mejor con esta clase: