
Að Vori
Skálmöld
þórunn auðna, þá hún fæddist
þungt var yfir ísafold
eymd sem allt um lá og læddist
loftið sverti, vötn og mold
myrkur að vori á melrakkasléttu
meybarn var borið í óþökk og nauð
fátæk og horuð hún fæddist, með réttu
fyrst voru sporin öll hamingjusnauð
þakkir fær sá er þórunni sendi
þakkir af einingu
ég veit ekki hvar hún bernskunni brenndi
barnið með meiningu
þórunn auðna, þá hún fæddist
þeyr blés yfir dal og tún
varla neina vá hún hræddist
varin undir galdrarún
þakkir fær sá er þórunni sendi
þakkir af einingu góðar
ég veit ekki hvar hún bernskunni brenndi
barnið með meiningu þjóðar
fyrst varð hún móðurlaus, föðurlaus siðan
fjöllin og gróðurinn tóku að sér
ljóshærða flóðið með lokkinn svo friðan
læst hennar blóðbönd í örlagakver
ég veit ekki hvar hún æskunni eyddi
eða hvar hófst hennar ferð
né hvað það var sem götuna greiddi
gaf henni bogann og sverð
þórunn auðna, þá hún fæddist
þa blés von um íslandsströnd
neistinn fyrir norðan glæddist
nytsamleg sú hjálparhönd



Comentarios
Envía preguntas, explicaciones y curiosidades sobre la letra
Forma parte de esta comunidad
Haz preguntas sobre idiomas, interactúa con más fans de Skálmöld y explora más allá de las letras.
Conoce a Letras AcademyRevisa nuestra guía de uso para hacer comentarios.
¿Enviar a la central de preguntas?
Tus preguntas podrán ser contestadas por profesores y alumnos de la plataforma.
Comprende mejor con esta clase: